top of page
Untitled (3708 × 2480 px) (3908 × 2480 px) (10).png

Alþjóðleg
Píanóhátíð
Vestfjarða

13. - 19.  ágúst 2023

Um hátíðina

Alþjóðlega Píanóhátíð Vestfjarða kynnir heimsklassa píanó tónleika á fallegum sunnanverðum vestfjörðum. Ári hverju er tónlistarmönnum boðið víðan að úr heiminum til að koma og hanna prógram, með sína einstöku listrænu sýn sem flutt er svo á tónleikunum. Ásamt því kenna þeir á meistaranámskeiði sem haldið er fyrir nemendur í samfélaginu sem er síðan lokið með tónleikum. Á þessu ári verða tónleikanir og viðburðir haldnir á Patreksfirði og Tálknafirði. 

Á þessu ári er Alþjóðlega Píanóhátíð Vestfjarða þakklát fyrir sjóði og styrki frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða, Rannís Tónlistarsjóður, Eyrarrósin, Listamannalaun, Vesturbyggð Menningar og Ferðamálaráð, Lionsklúbbur Patreksfjarðar, Vestur Restaurant og Verslunin Albína.  

Á þessu ári verða alþjóðlegu píanóleikararnir okkar: Antoinette Perry (USA), prófessor í USC Thornton School of Music (Los Angeles), Dr. Nína Margrét Grímsdóttir (Ísland), formaður framhaldsnáms við Tónlistarskóla Sigursveins D. Kristinssonar, Myung Hwang Park (Suður Kórea/Frakkland), tónskáld og píanóleikari með aðsetur í París, og Andrew J. Yang (USA/Ísland), listrænn stjórnandi.

Fáðu þér miða núna!

No events at the moment
Tickets

Listamenn 2023

DSC_1027.jpg

Andrew J. Yang
(Bandaríkin/Ísland)
Listrænn stjórnandi

Píanóleikarinn Andrew J. Yang fæddist árið 1992 og hefur komið fram í Evrópu, Norður Ameríku og Asíu. Talinn af The San Francisco Examiner vera undrabarn, eða orðrétt: a prodigy, [running] the emotional gamut from brooding introspection to manic exuberance. Yang hefur komið víða fram, s.s. Auditorium Marcel Landowski (Paris), Musiikkitalo (Helsinki), Jewish Cultural Center (Krakow), Mozarthaus (Vín), Hoheikan (Sapporo), og Carnegie Hall (New York City). Yang fékk fyrstu verðlaun á þrítugustu International FLAME Piano Competition í París (2019). Hann hefur einnig hlotið verðlaun frá Piano Award International Competition í Þýskalandi, og Metropolitan International Piano Competition í New York. Árið 2018 hlaut Yang heiðursverðlaunin Hvítu rósina fyrir tónlist frá forseta Finnlands, Sauli Niinistö. Núna býr Yang á Patreksfirði þar sem hann kennir á píanó og á fiðlu við Tónlistarskóla Vesturbyggðar. 

_Z9A9305.jpg

Myung Hwang Park
(Suður-Kórea/Frakkland)
Tónskáld & Gestalistamaður

Myung Hwang Park er fæddur árið 1987 í Suður Kóreu. Síðan hann var 16 ára hefur hann hefur hann numið tónlist og stundar nám í Conservatoire National Supérieur de Musique de Paris. Hann er handhafi verðlauna námsstyrkja frá Tarazzi Foundation og Leg Jabès Foundation. Hann stundaði námi í Haute Ecole de Music de Genève og hlaut þar meistaragráðu í píanóleik. Kennarar og leiðbeinendur hans eru Thierry Escaich, Yves Henry, Dominique Weber, Bruno Coulais, Marie-Jeanne Serero. Síðan árið 2017 hefur Park verið að semja tónlist fyrir stuttmyndir og kvikmyndir, nokkrar þeirra hafa verið sýndar á kvikmyndahátíðum og söfnum (t.d. Jeu de Paume í París). Ásamt því  hafa tónverk hans verið spiluð á veggjum stórra bygginga í Grand Cathédrale af Orléans, Abbaye de Notre-dame des anges. Hann hefur verið bæði tónskáld og tónlistarmaður á fjölmörgum kvikmyndahátíðum (Mon premier festival í París, Music&Cinéma í Aubagne og í Marseille) og kvikmyndatónleikar Méliès redécouvert (Maison de la Radio France), og Voyage extraordinaire (Hermès). 

_MG_8404.jpg

Antoinette Perry fæddist inn í fjölskyldu þar sem mikið er af tónlistarmönnum. Aðeins fjögurra ára gömul byrjaði hún að koma fram sem píanóleikari á tónleikum. Síðan hefur hún haldið tónleika í kringum Bandaríkin, Þýskaland, Frakkland, England og Kína. Píanóleikur hennar hefur einnig verið fluttur á útvarpsrásum eins og NPR og Bravo, ásamt því hefur hún tekið upp fyrir The Crystal, Harmonie, Pacific Rainbow, Pacific Serenades, Excelsior, and Navona/PARMA (labels/recordings). Árið 2021 gaf hún út fyrsta albúmið sitt “Beethoven Bookends,”undir Navona/PARMA labels.Le Dauphine Libéré hafði þetta að segja um hana; "stórkostleg tækni" og "tónlistarskilningur sem gæti aðeins tilheyrt hinum miklu." LA Times hefur hrósað henni "einstakur listamaður", og “frábær Schubert frá hliðum séð" Hún var ein af aðeins tveimur konum sem var valin fulltrúi Bandaríkjanna í 6. Alþjóðlegu Tónleikum Van Cliburn (1981). Perry starfaði í píanódeild UCLA í 12 ár þangað til árið 1996 en þá tók hún við störfum hjá USC Thornton School of Music þar sem hún kennir í dag. Árið 2021 veittu samtök atvinnutónlistarkennara í Kaliforníu henni æviafreksverðlaunin.

Antoinette Perry
(Bandaríkin)
Gestalistamaður

Nína Margrét Grímsdóttir er í fremstu röð klassískra píanóleikara landsins. Hún lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík, LGSM prófi frá Guildhall School of Music and Drama, meistaraprófi frá City University í London, Professional Studies Diploma frá Mannes College of Music í New York og doktorsprófi í píanóleik frá City University of New York. Hún hefur komið fram á Íslandi, Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada, Japan og Kína sem einleikari með hljómsveitum og í kammertónlist. Hún hefur hljóðritað fimm geisladiska fyrir Naxos, BIS, Acte Préalable og Skref sem allir hafa hlotið frábæra dóma í Gramophone Awards Issue, BBC Music Magazine, Glasgow Herald, Crescendo-Magazine, Xi’an Evening News og High Fidelity.

nina (1).jpg

Nína Margrét Grímsdóttir
(Ísland)
Gestalistamaður

Festival 2022
About
DSC03573.JPG

Teymi Hátíðarinnar

DSC_0586.jpg

Andrew J. Yang

Artistic Director

President

294164890_5254910237927133_9110968260088814879_n.jpg

Sara Líf Helgadóttir

Project Manager

Graphic Designer

Helga.jpg

Helga Gísladóttir

Artist Coordinator

Public Relations

Alda Hrannardottir.jpg

Alda Hrannardóttir

Organizational Consultant

bottom of page